28.6.2006 | 12:19
Ofurölvun PPL hraðnema
Flugskólahittingur
Jæja börnin góð, eins og við flest vitum var hittingur á Gauknum síðustu helgi og þar bar þar margt á góma. Gríðarleg stemming var hjá hópnum og var mikið spjallað og drukkið, sem leiddi til að ákeðnir menn fóru að brakea, dansa og hvíslaði að mér lítill fugl að símanúmer hefðu loksins lært að fljúga á milli manna.
Gleðin Byrjaði á fyrstu hæðinni á Gauknum þar sem setið var við drykkju og pizzuát. Eftir snæðingin var haldin staupkeppni en samkæmt grunnskólareikning Matta veðurfræðikennara voru úrslitin skýr. Eftir þessa ágætu drykkju bar ónefndur Tónlistarhópur sem sá til þess að hópurinn leit upp á efri hæðina og fór þá ekkert á milli mála að Tuborg kranabjórinn var farinn að segja til sín og var mikið tjúttað og spjallað og þá var gott að hafa Tóta Siglingarfræðikennara sér við hlið til að reikna út þessa svaka kompásskekkju sem var búinn að taka sér bólfestu hjá mörgum.
Eftir Gaukinn var litið á Hverfis þar sem partýið hélt áfram hjá þeim sem voru einna hörðustu í djamminu.
Enn og aftur sannaði PPL 1 ágæti sitt og sýndi það sig með betri mætingu hjá hópnum og meiri drykkju
Í lokin vil ég minna á myndirnar en slóðin er hér
Kveða, FFM - PPL1
Athugasemdir
Ahem.....Gæði drykkjunnar hjá PPL 2 var ofar öllu, magnið lét undan í staðinn....skilst að eitthvað undarlegt hafi verið í bjór bjór PPL 1 manna sem breytti sumum í breakdansara á svipstundu.... :=)
Viktor Davíð Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.